Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 23:54 Getty/Filipp Kochetkov Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. Reuters fréttaveitan segir Osechkin vera eftirlýstan samkvæmt upplýsingum á vef innanríkisráðuneytis Rússlands. Ekki sé þó vitað fyrir hvað hann sé eftirlýstur og hefur fyrirspurnum fréttaveitunnar ekki verið svarað. „Enn einu sinni sýna þeir heiminum að þeir misnota völd þeirra og yfirráð,“ skrifaði Osechkin á Facebook um yfirvöld í Rússlandi. Hann segir þetta í annað sinn sem hann sé eftirlýstur í Rússlandi en Osechkin flutti til Frakklands árið 2015. Tveir dagar eru síðan Gulagu birti ný myndbönd sem tekin voru í fangelsi í Saratov-héraði. Þau sýndu samkvæmt frétt Moscow Times grimmilegar pyntingar og nauðganir fanga. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Osechkin segist engu hafa stolið og að Gulagu hafi starfað innan laga Rússlands til að varpa ljósi á spillingu og pyntingar. Gulagu hafði fyrir þessa viku áður birt nokkur myndbönd úr fangelsum í Rússlandi þar sem verið var að pynta og nauðga föngum. Búið er að reka minnst átján starfsmenn og opna fimm sakamálrannsóknir vegna pyntinga og nauðgana í fangelsinu í Saratov-héraði.Getty/Filipp Kochetkov Myndefnið fengu samtökin frá Sergei Saveley, fyrrverandi fanga, sem smyglaði því úr fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann er forritari og á meðan hann sat inni starfaði hann við við viðhald á tölvukerfi fangelsisins sem hann afplánaði í. Hann var fyrst ákærður vegna lekans en sú ákæra hefur verið látin niður falla. Búið er að opna fimm sakamál í tengslum við Saratov-fangelsið og reka minnst átján starfsmenn, í kjölfar birtingar Gulagu. Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7. nóvember 2021 21:23 „Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. 5. nóvember 2021 18:01 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Reuters fréttaveitan segir Osechkin vera eftirlýstan samkvæmt upplýsingum á vef innanríkisráðuneytis Rússlands. Ekki sé þó vitað fyrir hvað hann sé eftirlýstur og hefur fyrirspurnum fréttaveitunnar ekki verið svarað. „Enn einu sinni sýna þeir heiminum að þeir misnota völd þeirra og yfirráð,“ skrifaði Osechkin á Facebook um yfirvöld í Rússlandi. Hann segir þetta í annað sinn sem hann sé eftirlýstur í Rússlandi en Osechkin flutti til Frakklands árið 2015. Tveir dagar eru síðan Gulagu birti ný myndbönd sem tekin voru í fangelsi í Saratov-héraði. Þau sýndu samkvæmt frétt Moscow Times grimmilegar pyntingar og nauðganir fanga. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Osechkin segist engu hafa stolið og að Gulagu hafi starfað innan laga Rússlands til að varpa ljósi á spillingu og pyntingar. Gulagu hafði fyrir þessa viku áður birt nokkur myndbönd úr fangelsum í Rússlandi þar sem verið var að pynta og nauðga föngum. Búið er að reka minnst átján starfsmenn og opna fimm sakamálrannsóknir vegna pyntinga og nauðgana í fangelsinu í Saratov-héraði.Getty/Filipp Kochetkov Myndefnið fengu samtökin frá Sergei Saveley, fyrrverandi fanga, sem smyglaði því úr fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann er forritari og á meðan hann sat inni starfaði hann við við viðhald á tölvukerfi fangelsisins sem hann afplánaði í. Hann var fyrst ákærður vegna lekans en sú ákæra hefur verið látin niður falla. Búið er að opna fimm sakamál í tengslum við Saratov-fangelsið og reka minnst átján starfsmenn, í kjölfar birtingar Gulagu.
Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7. nóvember 2021 21:23 „Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. 5. nóvember 2021 18:01 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7. nóvember 2021 21:23
„Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. 5. nóvember 2021 18:01
Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29