COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Sunna Sæmundsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 23:18 Alok Sharma er forseti COP26, Stöð 2 Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira