Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 10:25 Bandaríkjamenn notuðu F-16 orrustuþotur við árásina. Getty Images Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn. Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn.
Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira