Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 08:20 Þórólfur segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára. Rannsóknir sýni þó fram á gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Vísir/Vilhelm „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira