Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 14:29 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, segir eftirspurn á íbúðamarkaði vera svo mikla að framboð anni henni ekki. Vísir/Vilhelm Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira