Fyrra smit ígildi einnar sprautu Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 17:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis. „Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira