Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á næstunni. Vísir/Vilhelm Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42
Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent