Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 15:06 Maður hleypur undan vatnsbyssu pólskra hermanna við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. AP/Leonid Shcheglov/BelTA Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið. Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið.
Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44