„Guðný er ekki sú eina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2021 06:57 Kristinn var tíður gestur á heimili Margrétar þegar hún bjó á Akranesi sem barn. „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“ Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“ Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“
Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira