Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 11:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58
Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56