Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 14:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, biðlar til fólks að gera alls ekki símaat í aðra. Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins. Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16