Innlent

Bein útsending: Alþjóðlegur dagur barna í sorg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sérfræðingar ræða um sorgarviðbrögð barna, kvíða þeirra og veita góð ráð.
Sérfræðingar ræða um sorgarviðbrögð barna, kvíða þeirra og veita góð ráð. Vísir/Vilhelm

18. nóvember er alþjóðlegur dagur barna í sorg. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, ætlar að standa fyrir vitundarvakningu um þarfir syrgjandi barna af því tilefni.

Í hádeginu klukkan tólf verður málþing í Vídalínskirkju og hægt verður einnig að horfa á streymi hér á Vísi.

Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar um sorgarviðbrögð barna. Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna og góða ráð hana uppalendum barna í sorg. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur, deilir reynslu sinni af makamissi og hvað gagnaðist henni og börnunum hennar vel í þeirra sorgarúrvinnslu.

Klukkan 17 verður Minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilsstaðavatn, þar mun Kirstín Erla Blöndal söngkona flytja tónlist.

„Það er afskaplega stórt lýðheilsumál að aðstoða ungt fólk við að vinna í sorginni sinni, því við vitum að sorg sem ekki fær eðlilega útrás getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks,“ segir Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins.

Facebook síða Arnarsins og Heimasíða Arnarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×