Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 17:38 Willum Þór Þórsson, starfandi þingforseti, gerir ráð fyrir að þing geti komið saman á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17