Snorri Steinn: „Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:42 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld.. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var nokkuð brattur eftir jafntefli liðsins gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06