Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2021 22:44 Jóhann Ragnarsson í Laxárdal við Hrútafjörð er formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu. Einar Árnason Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. Í fréttum Stöðvar 2 voru bændurnir í Laxárdal við vestanverðan Hrútafjörð heimsóttir. Jörðin er skammt norðan Borðeyrar og ein sú fjármesta á svæðinu. Þar eru þau Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir með ellefuhundruð kinda bú. Í fjárhúsunum er Ármann Ingi, sonur þeirra, að rýja með pabba sínum. Hann segir mestu skipta að fara með lagni að kindunum. Bóndasonurinn Ármann Ingi Jóhannsson er lærður búfræðingur.Einar Árnason „Maður þarf helst að reyna að semja aðeins við þær. Vera ekkert að þvinga þær neitt í óþarfa, sko,“ segir Ármann en viðurkennir að stundum sé hann með marbletti eftir þær. Svo rösklega er rúið að það er rétt eins og þeir feðgar séu í kappi. „Það þýðir nú lítið fyrir gamla karla að keppa við þessa stráka,“ segir pabbinn Jóhann. „Hann er nú búinn að klippa svo lengi að hann getur nú bara mallað eins og gömul dísilvél,“ segir sonurinn, sem er búfræðingur að mennt og hefur sótt rúningsnámskeið. Fjárhúsin í Laxárdal voru nýlega stækkuð.Einar Árnason En fá þeir eitthvað fyrir ullina? „Já, við fáum.. – náttúrlega kannski ekki nóg fyrir hana,“ svarar Jóhann en hann er formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu. „Svo er nú íslenska ullin í tísku hjá prjónafólki út um allan heim.“ -Hefur þá verðið verið að skána? „Aðeins hefur það verið, já. Síðustu árin hefur verið kreppa en það er svona bjartara framundan í ullinni. Það er þannig hjá Ístex núna að þeir hafa ekki undan að framleiða handprjónaband. Það er bara rifið út úr hillunum alveg jafnóðum og selt út um allan heim,“ segir Jóhann. Séð yfir íbúðarhúsið í Laxárdal. Hrútafjörður í baksýn.Einar Árnason Og þetta þýðir að bændur fá núna verðhækkun, mismikla eftir flokkum, en fimmtán prósenta hækkun að jafnaði, að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Ístex. Þá hefur gengið vel að selja ullina í ullarsængur. „Ullin er alls ekki verðlaus. Ef það er vel hirt um hana, þá höfum við bara allnokkrar tekjur af henni,“ segir bóndinn í Laxárdal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Húnaþing vestra Handverk Tíska og hönnun Prjónaskapur Tengdar fréttir Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. 3. október 2021 12:31 „Íslensk lopapeysa“ fær sömu vernd og „Íslenskt lambakjöt“ Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. 9. mars 2020 14:57 Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Mikil eftirspurn er eftir íslenskri ull, ekki síst í kjölfar kórónuveirunnar því þá hafa konur og einn og einn karl gefið sér meiri tíma í að prjóna úr ullinni. 19. júlí 2020 12:04 Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. 15. október 2018 21:00 Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Magnea Einarsdóttir sýndi nýja línu á Hönnunarmars. 13. mars 2016 21:00 Fölsun á íslenskri ull og framleiðslu Starfsmenn Ístex, sem kaupir nærri alla ull sem til fellur af íslensku sauðfé, vinna nú á kvöldvöktum til að anna eftirspurn. Síðustu tvö ár hefur orðið mikill vöxtur, aðallega í framleiðslu ullarfatnaðar fyrir ferðamenn. 13. júní 2016 07:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru bændurnir í Laxárdal við vestanverðan Hrútafjörð heimsóttir. Jörðin er skammt norðan Borðeyrar og ein sú fjármesta á svæðinu. Þar eru þau Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir með ellefuhundruð kinda bú. Í fjárhúsunum er Ármann Ingi, sonur þeirra, að rýja með pabba sínum. Hann segir mestu skipta að fara með lagni að kindunum. Bóndasonurinn Ármann Ingi Jóhannsson er lærður búfræðingur.Einar Árnason „Maður þarf helst að reyna að semja aðeins við þær. Vera ekkert að þvinga þær neitt í óþarfa, sko,“ segir Ármann en viðurkennir að stundum sé hann með marbletti eftir þær. Svo rösklega er rúið að það er rétt eins og þeir feðgar séu í kappi. „Það þýðir nú lítið fyrir gamla karla að keppa við þessa stráka,“ segir pabbinn Jóhann. „Hann er nú búinn að klippa svo lengi að hann getur nú bara mallað eins og gömul dísilvél,“ segir sonurinn, sem er búfræðingur að mennt og hefur sótt rúningsnámskeið. Fjárhúsin í Laxárdal voru nýlega stækkuð.Einar Árnason En fá þeir eitthvað fyrir ullina? „Já, við fáum.. – náttúrlega kannski ekki nóg fyrir hana,“ svarar Jóhann en hann er formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu. „Svo er nú íslenska ullin í tísku hjá prjónafólki út um allan heim.“ -Hefur þá verðið verið að skána? „Aðeins hefur það verið, já. Síðustu árin hefur verið kreppa en það er svona bjartara framundan í ullinni. Það er þannig hjá Ístex núna að þeir hafa ekki undan að framleiða handprjónaband. Það er bara rifið út úr hillunum alveg jafnóðum og selt út um allan heim,“ segir Jóhann. Séð yfir íbúðarhúsið í Laxárdal. Hrútafjörður í baksýn.Einar Árnason Og þetta þýðir að bændur fá núna verðhækkun, mismikla eftir flokkum, en fimmtán prósenta hækkun að jafnaði, að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Ístex. Þá hefur gengið vel að selja ullina í ullarsængur. „Ullin er alls ekki verðlaus. Ef það er vel hirt um hana, þá höfum við bara allnokkrar tekjur af henni,“ segir bóndinn í Laxárdal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Húnaþing vestra Handverk Tíska og hönnun Prjónaskapur Tengdar fréttir Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. 3. október 2021 12:31 „Íslensk lopapeysa“ fær sömu vernd og „Íslenskt lambakjöt“ Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. 9. mars 2020 14:57 Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Mikil eftirspurn er eftir íslenskri ull, ekki síst í kjölfar kórónuveirunnar því þá hafa konur og einn og einn karl gefið sér meiri tíma í að prjóna úr ullinni. 19. júlí 2020 12:04 Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. 15. október 2018 21:00 Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Magnea Einarsdóttir sýndi nýja línu á Hönnunarmars. 13. mars 2016 21:00 Fölsun á íslenskri ull og framleiðslu Starfsmenn Ístex, sem kaupir nærri alla ull sem til fellur af íslensku sauðfé, vinna nú á kvöldvöktum til að anna eftirspurn. Síðustu tvö ár hefur orðið mikill vöxtur, aðallega í framleiðslu ullarfatnaðar fyrir ferðamenn. 13. júní 2016 07:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. 3. október 2021 12:31
„Íslensk lopapeysa“ fær sömu vernd og „Íslenskt lambakjöt“ Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. 9. mars 2020 14:57
Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Mikil eftirspurn er eftir íslenskri ull, ekki síst í kjölfar kórónuveirunnar því þá hafa konur og einn og einn karl gefið sér meiri tíma í að prjóna úr ullinni. 19. júlí 2020 12:04
Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. 15. október 2018 21:00
Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Magnea Einarsdóttir sýndi nýja línu á Hönnunarmars. 13. mars 2016 21:00
Fölsun á íslenskri ull og framleiðslu Starfsmenn Ístex, sem kaupir nærri alla ull sem til fellur af íslensku sauðfé, vinna nú á kvöldvöktum til að anna eftirspurn. Síðustu tvö ár hefur orðið mikill vöxtur, aðallega í framleiðslu ullarfatnaðar fyrir ferðamenn. 13. júní 2016 07:00