Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 08:15 Þannig vill til að gera á Skyway Park, þar sem áður var landfylling þar sem menn losuðu sig við mengaðan úrgang, að minningagarði um þá sem hafa látist úr Covid-19. Getty Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira