Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 14:04 Þetta var í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Eggert Jóhannesson Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu. Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Sjá meira
Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Sjá meira