Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 20:45 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu og Jörundur Ragnarsson leikari. Samsett Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við. Jörundur Ragnarsson leikari fer með hlutverk Zacks Mossbergssonar, skopstælingar af Mark Zuckerberg forstjóra Facebook, í auglýsingu Íslandsstofu. Hann kynnir til leiks svokallað Icelandverse - en fyrirmyndin er sýndarheimurinn Metaverse sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti um fyrr í mánuðinum. Zuckerberg hæstánægður Peel auglýsingastofa ásamt M&C Saatchi Group sá um hugmynd og handrit en Allan Sigurdsson leikstýrði. Auglýsingin kostaði 10 milljónir í framleiðslu og sáralitlu fé hefur verið varið í birtingu á henni. „Þetta eru sterkustu viðbrögð sem við höfum fengið við herferð en höfum þó oft fengið mjög jákvæð viðbrögð. Á þessari viku höfum við fengið sex milljón áhorf á myndbandið á samfélagsmiðlum. Og það hafa um 800 umfjallanir birst í erlendum miðlum á borð við Economist, Forbes, CNBC, Independent, Sky News og margt annað,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Zuckerberg sjálfur sá auglýsinguna og lýsti yfir mikilli ánægju með hana. En viðbrögð frá venjulegu fólki hafi heldur ekki látið á sér standa. „Líka að þau vilji ferðast til Íslands, sem er markmiðið. Að þetta verði þess valdandi að þau vilji ferðast til Íslands sem er náttúrulega markmiðið með auglýsingunni.“ Sonurinn alls ekki ánægður Jörundur Ragnarsson stjarna auglýsingarinnar segist aldrei hafa þótt líkur Zuckerberg en eftir á að hyggja sé leikaravalið rökrétt. „Ég horfði á þetta Metaverse-vídjó og ég hugsaði strax. Já, ég ætti að geta gert þetta vel,“ segir Jörundur. Misvel hafi verið tekið í Zuckerberg-klippinguna. „Sonur minn var alls ekki ánægður með það. Kærastan mín, það tók tíma fyrir hana að venjast þessu. Mér finnst þetta allt í lagi sko, þetta vex.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jörundur Ragnarsson leikari fer með hlutverk Zacks Mossbergssonar, skopstælingar af Mark Zuckerberg forstjóra Facebook, í auglýsingu Íslandsstofu. Hann kynnir til leiks svokallað Icelandverse - en fyrirmyndin er sýndarheimurinn Metaverse sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti um fyrr í mánuðinum. Zuckerberg hæstánægður Peel auglýsingastofa ásamt M&C Saatchi Group sá um hugmynd og handrit en Allan Sigurdsson leikstýrði. Auglýsingin kostaði 10 milljónir í framleiðslu og sáralitlu fé hefur verið varið í birtingu á henni. „Þetta eru sterkustu viðbrögð sem við höfum fengið við herferð en höfum þó oft fengið mjög jákvæð viðbrögð. Á þessari viku höfum við fengið sex milljón áhorf á myndbandið á samfélagsmiðlum. Og það hafa um 800 umfjallanir birst í erlendum miðlum á borð við Economist, Forbes, CNBC, Independent, Sky News og margt annað,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Zuckerberg sjálfur sá auglýsinguna og lýsti yfir mikilli ánægju með hana. En viðbrögð frá venjulegu fólki hafi heldur ekki látið á sér standa. „Líka að þau vilji ferðast til Íslands, sem er markmiðið. Að þetta verði þess valdandi að þau vilji ferðast til Íslands sem er náttúrulega markmiðið með auglýsingunni.“ Sonurinn alls ekki ánægður Jörundur Ragnarsson stjarna auglýsingarinnar segist aldrei hafa þótt líkur Zuckerberg en eftir á að hyggja sé leikaravalið rökrétt. „Ég horfði á þetta Metaverse-vídjó og ég hugsaði strax. Já, ég ætti að geta gert þetta vel,“ segir Jörundur. Misvel hafi verið tekið í Zuckerberg-klippinguna. „Sonur minn var alls ekki ánægður með það. Kærastan mín, það tók tíma fyrir hana að venjast þessu. Mér finnst þetta allt í lagi sko, þetta vex.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49