De Gea: Erfitt að horfa upp á þetta - Ekki stjóranum að kenna Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2021 17:35 De Gea í leikslok. vísir/Getty David De Gea var ekki að skafa af hlutunum í viðtali eftir niðurlægjandi tap Man Utd gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
„Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05