Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti Snorri Másson skrifar 21. nóvember 2021 11:53 Bílbelti bjarga mannslífum, eins og Samgöngustofa leggur áherslu á í dag á minningardegi þeirra sem látast í umferðarslysum. Stöð 2 Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32
1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent