Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti Snorri Másson skrifar 21. nóvember 2021 11:53 Bílbelti bjarga mannslífum, eins og Samgöngustofa leggur áherslu á í dag á minningardegi þeirra sem látast í umferðarslysum. Stöð 2 Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32
1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08