Max Verstappen fékk refsingu og ræsir sjöundi | Hamilton á ráspól Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. nóvember 2021 14:00 Max Verstappen er í vandræðum í Katar EPA-EFE/HAMAD I MOHAMMED Max Verstappen, sem er í forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1, fékk fimm sæta refsingu sem sendir hann alla leið í sjöunda sætið þegar ræst verður í kappakstrinum í Katar seinna í dag. Verstappen fékk fimm sæta refsingu fyrir að hægja ekki á sér þegar að veifað var gulu flaggi tvisvar sinnum. Refsingin er áfall fyrir Verstappen sem átti að ræsa annar á eftir Lewis Hamilton í kappakstrinum en Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, leiðir keppni ökuþóra með fjórtán stigum. Valtteri Bottas hjá Mercedes fékk einnig refsingu, en hann ræsir fimmti eftir að hafa fengið þriggja sæta refsingu. Refsing Bottas er minni en Verstappen því hann hunsaði bara gula flaggið einu sinni. BREAKING: Qatar grid penalties confirmed by the race stewards for Max Verstappen (five places) and Valtteri Bottas (three places) #QatarGP #F1 pic.twitter.com/GRrHdpaXv8— Formula 1 (@F1) November 21, 2021 Sem fyrr segir er fjórtán stiga munur á Verstappen og Lewis Hamilton í keppni ökuþóra. Toppsætið gefur 25 stig svo Hamilton er í dauðafæri að minnka muninn á toppnum. Það liggur allavega ljóst fyrir að keppnin milli þeirra tveggja verður æsispennandi í síðustu þremur keppnunum. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen fékk fimm sæta refsingu fyrir að hægja ekki á sér þegar að veifað var gulu flaggi tvisvar sinnum. Refsingin er áfall fyrir Verstappen sem átti að ræsa annar á eftir Lewis Hamilton í kappakstrinum en Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, leiðir keppni ökuþóra með fjórtán stigum. Valtteri Bottas hjá Mercedes fékk einnig refsingu, en hann ræsir fimmti eftir að hafa fengið þriggja sæta refsingu. Refsing Bottas er minni en Verstappen því hann hunsaði bara gula flaggið einu sinni. BREAKING: Qatar grid penalties confirmed by the race stewards for Max Verstappen (five places) and Valtteri Bottas (three places) #QatarGP #F1 pic.twitter.com/GRrHdpaXv8— Formula 1 (@F1) November 21, 2021 Sem fyrr segir er fjórtán stiga munur á Verstappen og Lewis Hamilton í keppni ökuþóra. Toppsætið gefur 25 stig svo Hamilton er í dauðafæri að minnka muninn á toppnum. Það liggur allavega ljóst fyrir að keppnin milli þeirra tveggja verður æsispennandi í síðustu þremur keppnunum.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira