Tiger Woods farinn að slá á nýjan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 11:31 Tiger Woods sést hér með syni sínum Charlie Woods á góðgerðamóti sem þeir kepptu saman á í desember í fyrra. Getty/Mike Ehrmann Það var örugglega eitt myndband um helgina sem gladdi golfáhugamenn líklega meira en nokkuð annað. Einn sá allra besti í sögunni ætlar sér enn að komast til baka inn á golfvöllinn og sendi frá sér skýr skilaboð um það. Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli. Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum. Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar. Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021 „Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband. Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans. Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020. Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017. Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli. Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum. Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar. Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021 „Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband. Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans. Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020. Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017. Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira