„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá Val og er einn af Foringjunum sem Henry Birgir Gunnarsson ræðir við í samnefndum sjónvarpsþáttum. Skjáskot/Stöð 2 Sport Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira