Grænlensku „tilraunabörnin“ krefjast bóta frá danska ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 11:50 22 grænlensk börn voru tekin af fjölskyldum sínum árið 1951 og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þau sneru svo aftur til Grænlands og dvöldu þá á barnaheimili í Nuuk. Getty Hópur Grænlendinga hefur krafið danska ríkið um skaðabætur vegna félagslegrar tilraunar sem þau voru hluti af sem börn árið 1951. 22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá. Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá.
Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36