Dýrmætasta gjöfin Hildur Inga Magnadóttir skrifar 22. nóvember 2021 15:00 Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun