Pissaði á ljósmyndara á meðan að Viðar spilaði og skoraði Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 08:03 Stuðningsmaður Brann fær ekki að mæta á fleiri leiki liðsins eftir að hafa pissað á ljósmyndara. brann.no Norska knattspyrnufélagið Brann hefur sett stuðningsmann í bann frá leikjum vegna atviks sem átti sér stað í útileik liðsins gegn Sandefjord á sunnudaginn. Viðar Ari Jónsson skoraði fyrra mark Sandefjord í leiknum, gegn sínum gömlu félögum, í 2-2 jafntefli. Það sem gekk á utan vallar vakti þó meiri athygli. Einn stuðningsmanna Brann varð uppvís að því að kasta af sér vatni á ljósmyndara sem var að störfum við leikinn. Annar hrækti á axlir hans. „Það er með ólíkindum að fullorðið fólk skuli geta hagað sér svona,“ sagði ljósmyndarinn Trond Reidar Teigen við BA en piss fór bæði á föt hans og myndavélabox hans. Taldi sig heyra vatn renna Teigen hélt að hann hefði heyrt vatn renna á bakvið sig en hugsaði ekki meira út í það og áttaði sig raunar ekki á hvað hefði gerst fyrr en að starfsmaður á vellinum lét hann vita í hálfleik. Atvikið hafði náðst á öryggismyndavél. Maðurinn sem pissaði á Teigen var handtekinn og hefur eins og fyrr segir verið settur í bann frá leikjum Brann. „Brann fordæmir þessa hegðun algjörlega og biður ljósmyndarann sem fyrir þessu varð innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá Brann. „Á mánudaginn fundaði Brann með stuðningsmanninum sem útskýrði sína hlið. Hann viðurkenndi allt og er fullur eftirsjár. Hann samþykkir refsingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Forráðamenn Brann ætla ekki að tjá sig frekar um málið og segjast ætla að bíða eftir að rannsókn lögreglu ljúki. Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Viðar Ari Jónsson skoraði fyrra mark Sandefjord í leiknum, gegn sínum gömlu félögum, í 2-2 jafntefli. Það sem gekk á utan vallar vakti þó meiri athygli. Einn stuðningsmanna Brann varð uppvís að því að kasta af sér vatni á ljósmyndara sem var að störfum við leikinn. Annar hrækti á axlir hans. „Það er með ólíkindum að fullorðið fólk skuli geta hagað sér svona,“ sagði ljósmyndarinn Trond Reidar Teigen við BA en piss fór bæði á föt hans og myndavélabox hans. Taldi sig heyra vatn renna Teigen hélt að hann hefði heyrt vatn renna á bakvið sig en hugsaði ekki meira út í það og áttaði sig raunar ekki á hvað hefði gerst fyrr en að starfsmaður á vellinum lét hann vita í hálfleik. Atvikið hafði náðst á öryggismyndavél. Maðurinn sem pissaði á Teigen var handtekinn og hefur eins og fyrr segir verið settur í bann frá leikjum Brann. „Brann fordæmir þessa hegðun algjörlega og biður ljósmyndarann sem fyrir þessu varð innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá Brann. „Á mánudaginn fundaði Brann með stuðningsmanninum sem útskýrði sína hlið. Hann viðurkenndi allt og er fullur eftirsjár. Hann samþykkir refsingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Forráðamenn Brann ætla ekki að tjá sig frekar um málið og segjast ætla að bíða eftir að rannsókn lögreglu ljúki.
Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira