Hrista upp í skipulagi Icelandair Group til að bregðast við breyttri heimsmynd Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 11:02 Sölu- og þjónustusviði verður skipt upp í tvö svið. Vísir/Vilhelm Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Icelandair Group þar sem markmiðið að vera með enn skýrari áherslu á stefnu félagsins þegar kemur að sjálfbærum vexti, stafrænni umbreytingu og áherslu á upplifun viðskiptavina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í Kauphöll rétt í þessu. Þar segir meðal annars að sölu- og þjónustusviði verði skipt upp í tvö svið - svið þjónustu- og markaðsmála annars vegar og svið leiðakerfis og sölu. Tómas Ingason, framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess síðarnefnda en til stendur að auglýsa eftir framkvæmdastjóra sviðs þjónustu- og markaðsmála. Ekki er langt síðanað tilkynnt var að Birna Ósk Einarsdóttir hafi hætt sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group. Um skiptingu á sölu- og þjónustusviði í tvö svið segir í tilkynningunni: „Annars vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á upplifun viðskiptavina ásamt því að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála (e. Chief Customer Officer) mun leiða þetta svið. Hins vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á tekjumyndun félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Hið síðarnefnda mun sameina allar tekjudrifnar einingar félagsins, þ.e. stjórnun leiðakerfis, tekjustýringu og sölu. Stafræn umbreyting forgangsmál Svið stafrænnar þróunar mun setja enn meiri áherslu á stafræna umbreytingu félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar (e. Chief Digital Officer). Þetta svið mun styðja við allar einingar félagsins í þeirri vegferð að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini Icelandair og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku innan félagsins. Skýr áhersla á sjálfbærni og stefnumótun Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem er í forgrunni í langtímastefnu félagsins. Þetta svið verður styrkt enn frekar og staðsett á skrifstofu forstjóra ásamt stefnumótun félagsins. Framkvæmdastjórar Icelandair Cargo og Loftleiða-Icelandic verða áfram fulltrúar þessara dótturfélaga í framkvæmdastjórn. Starfsemi þessara félaga skapar mikilvæga virðisaukningu í flugrekstri félagsins með því að nýta tækifæri í fraktflutningum og leiguflugi. Þá eru þessi félög mikilvæg til að draga úr árstíðasveiflu í rekstri Icelandair Group. Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer).Icelandair Tómas Ingason ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Tómas hefur verið framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar síðan hann kom aftur til liðs við Icelandair á árinu 2019. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árunum 2018-2019 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston, MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Ráðningarferli framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hefst nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Breytt heimsmynd Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að félagið búi við breytta heimsmynd vegna áhrifa faraldursins og standi frammi fyrir nauðsyn þess að leggjast öll á eitt til að tryggja sjálfbæra framtíð. „Með skýrri framtíðarsýn og stefnu Icelandair sem studd er með nýju skipulagi félagsins, erum við vel í stakk búin til að takast á við þennan nýja veruleika. Við ætlum okkur að ná árangri til framtíðar með því að tryggja sjálfbæran vöxt félagsins, halda áfram að reka öflugt og sveigjanlegt leiðakerfi, stuðla að framúrskarandi rekstri á öllum sviðum og halda áfram í stafrænni umbreytingu. Undirstaða þessa er reynslumikið og öflugt starfsfólk og sterk fyrirtækjamenning þar sem upplifun viðskiptavinarins er kjarninn í öllu okkar starfi sem og áherslan á framlag okkar til íslensks samfélags, efnahagslífs og umhverfis,” er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í Kauphöll rétt í þessu. Þar segir meðal annars að sölu- og þjónustusviði verði skipt upp í tvö svið - svið þjónustu- og markaðsmála annars vegar og svið leiðakerfis og sölu. Tómas Ingason, framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess síðarnefnda en til stendur að auglýsa eftir framkvæmdastjóra sviðs þjónustu- og markaðsmála. Ekki er langt síðanað tilkynnt var að Birna Ósk Einarsdóttir hafi hætt sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group. Um skiptingu á sölu- og þjónustusviði í tvö svið segir í tilkynningunni: „Annars vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á upplifun viðskiptavina ásamt því að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála (e. Chief Customer Officer) mun leiða þetta svið. Hins vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á tekjumyndun félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Hið síðarnefnda mun sameina allar tekjudrifnar einingar félagsins, þ.e. stjórnun leiðakerfis, tekjustýringu og sölu. Stafræn umbreyting forgangsmál Svið stafrænnar þróunar mun setja enn meiri áherslu á stafræna umbreytingu félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar (e. Chief Digital Officer). Þetta svið mun styðja við allar einingar félagsins í þeirri vegferð að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini Icelandair og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku innan félagsins. Skýr áhersla á sjálfbærni og stefnumótun Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem er í forgrunni í langtímastefnu félagsins. Þetta svið verður styrkt enn frekar og staðsett á skrifstofu forstjóra ásamt stefnumótun félagsins. Framkvæmdastjórar Icelandair Cargo og Loftleiða-Icelandic verða áfram fulltrúar þessara dótturfélaga í framkvæmdastjórn. Starfsemi þessara félaga skapar mikilvæga virðisaukningu í flugrekstri félagsins með því að nýta tækifæri í fraktflutningum og leiguflugi. Þá eru þessi félög mikilvæg til að draga úr árstíðasveiflu í rekstri Icelandair Group. Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer).Icelandair Tómas Ingason ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Tómas hefur verið framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar síðan hann kom aftur til liðs við Icelandair á árinu 2019. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árunum 2018-2019 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston, MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Ráðningarferli framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hefst nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Breytt heimsmynd Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að félagið búi við breytta heimsmynd vegna áhrifa faraldursins og standi frammi fyrir nauðsyn þess að leggjast öll á eitt til að tryggja sjálfbæra framtíð. „Með skýrri framtíðarsýn og stefnu Icelandair sem studd er með nýju skipulagi félagsins, erum við vel í stakk búin til að takast á við þennan nýja veruleika. Við ætlum okkur að ná árangri til framtíðar með því að tryggja sjálfbæran vöxt félagsins, halda áfram að reka öflugt og sveigjanlegt leiðakerfi, stuðla að framúrskarandi rekstri á öllum sviðum og halda áfram í stafrænni umbreytingu. Undirstaða þessa er reynslumikið og öflugt starfsfólk og sterk fyrirtækjamenning þar sem upplifun viðskiptavinarins er kjarninn í öllu okkar starfi sem og áherslan á framlag okkar til íslensks samfélags, efnahagslífs og umhverfis,” er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira