Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir von á niðurstöðum á næstunni um vörn örvunarskammtsins. Vísir/Vilhelm Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira