Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2021 18:09 Forseti lýðveldisins gerði tímasetningu þingsetningar meðal annars að umtalsefni sínu í setningarræði sinni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“ Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“
Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira