Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 08:10 Meðal gagnanna eru punktar frá öðrum föngum þar sem þeir lýsa því sem Epstein er að gera á hverjum tíma. Myndin sýnir klefa Epstein eftir að hann lést. Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent