Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 09:53 Eiður Smári Guðjohnsen var rétt innan við ár í starfi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. vísir/vilhelm Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara. Fótbolti KSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira