Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 15:00 Carlo Ancelotti glottir á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti Sheriff Tiraspol í Moldóvu. EPA-EFE/DUMITRU DORU Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt. „Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
„Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira