Handbolti

Ólafur Andrés hafði betur í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Andrés skoraði tvö mörk í kvöld.
Ólafur Andrés skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/getty

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar hans í Montpellier unnu öruggan  marka sigur er liðið tók á móti Orra Frey Þorkelssyni og félögum hans í norksa liðinu Elverum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Nokuð jafnræði var með liðunum framan af í fyrri hálfleik, en í stöðunni 7-7 tóku heimamenn í Montpellier góðan sprett og náðu fimm marka forskoti. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 19-16, Montpellier í vil.

Norksu gestirnir í Elverum héldu í við heimamenn lengi vel í seinni hálfleik, en fjögur mörk í röð seint í leiknum komu liðsmönnum Montpellier í átta marka forystu og gerðu algjörlega út um leikinn. Niðurstaðan varð sjö marka sigur heimamanna, 39-32.

Ólafur Andrés skoraði tvö mörk fyrir Montpellier sem er á toppi A-riðils með 13 stig eftir átta leiki, fimm stigum meira en Elverum sem situr í fimmta sæti. Orri Freyr komst ekki á blað fyrir Elverum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×