Squid Game smyglari dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 10:13 Maðurinn hefur verið dæmdur til dauða og verður hann tekinn af lífi af aftökusveit. Nokkrir gagnfræðiskólakrakkar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa horft á þættina. Getty/Feature China Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“ Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“
Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Sjá meira
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10