Rocky-æfingar fram á næsta sumar: „Á Heimsleikunum verð ég ekki þreyttur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari og heimsmethafi í réttstöðulyftu, er með háleit markmið fyrir næsta sumar. Stöð 2 Sport „Þetta hefur verið stefnan síðan 2017 þannig að það má segja að þetta sé bara draumur,“ segir Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, sem hefur fengið boð á Heimsleikana í Alabama næsta sumar. Þar ætlar hann að lyfta 1,2 tonni. Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan. Kraftlyftingar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan.
Kraftlyftingar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira