NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði. Simmons fór í fýlu eftir að hann var gerður að blóraböggli eftir klúður Sixers liðsins í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann átti gagnrýnina eflaust skilið enda skaut hann ekki á körfuna og hitti skelfilega á vítalínunni en hann vantaði vissulega meiri stuðning frá liðsfélögunum og félaginu sjálfu. Ben Simmons may be forced to make a return sooner than later. pic.twitter.com/1Uo6v7zpbL— theScore (@theScore) November 25, 2021 Það hefur ekki enn tekist að laga sambandið þar á milli og því spilar Philadelphia 76ers enn án eins síns besta leikmanns. Fýlan rann nefnilega ekki af Simmons yfir sumarið og hann neitaði að mæta á æfingar í haust. Þegar hann mætti loksins eftir að Sixers hætti skiljanlega að borga honum laun þá entist það ekki lengi. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia 76ers, endaði á að reka hann af æfingu og hann hefur ekki mætt síðan þá. Nýjustu fréttirnar af Simmons er að hann stefnir í gjaldþrot vegna óhóflegrar neyslu nú þegar launin berast honum ekki lengur. Hinn 25 ára gamli Simmons kaupir víst nýjan bíl í hverjum mánuði og hefur keypt tvö hús í Philadelphia sem eru 17,5 milljónum dollara virði. Simmons skrifaði undir fimm ára samning á 2019-20 tímabilinu sem átti að skila honum 177 milljónum Bandaríkjadala. 76ers hefur þegar borgað honum 90 milljónir dollara af þessum samning. Fjarvera hans á þessu tímabili hefur kostað hann mikinn pening. Hann gæti endað á því að tapa tuttugu milljónum dala á þessu tímabili eða 2,6 milljörðum íslenskra króna. Miðað við fréttir af peningavandræðum Simmons þá er kannski von um að menn fái að sjá hann mæta aftur í vinnuna og kannski fara að spila á ný með Sixers liðinu. Ben Simmons er frábær leikmaður, öflugur leikstjórnandi og frábær varnarmaður. Hann er aftur á móti mjög lélegur skotmaður og þoldi greinilega ekki pressuna að spila á stóra sviðinu í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Simmons fór í fýlu eftir að hann var gerður að blóraböggli eftir klúður Sixers liðsins í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann átti gagnrýnina eflaust skilið enda skaut hann ekki á körfuna og hitti skelfilega á vítalínunni en hann vantaði vissulega meiri stuðning frá liðsfélögunum og félaginu sjálfu. Ben Simmons may be forced to make a return sooner than later. pic.twitter.com/1Uo6v7zpbL— theScore (@theScore) November 25, 2021 Það hefur ekki enn tekist að laga sambandið þar á milli og því spilar Philadelphia 76ers enn án eins síns besta leikmanns. Fýlan rann nefnilega ekki af Simmons yfir sumarið og hann neitaði að mæta á æfingar í haust. Þegar hann mætti loksins eftir að Sixers hætti skiljanlega að borga honum laun þá entist það ekki lengi. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia 76ers, endaði á að reka hann af æfingu og hann hefur ekki mætt síðan þá. Nýjustu fréttirnar af Simmons er að hann stefnir í gjaldþrot vegna óhóflegrar neyslu nú þegar launin berast honum ekki lengur. Hinn 25 ára gamli Simmons kaupir víst nýjan bíl í hverjum mánuði og hefur keypt tvö hús í Philadelphia sem eru 17,5 milljónum dollara virði. Simmons skrifaði undir fimm ára samning á 2019-20 tímabilinu sem átti að skila honum 177 milljónum Bandaríkjadala. 76ers hefur þegar borgað honum 90 milljónir dollara af þessum samning. Fjarvera hans á þessu tímabili hefur kostað hann mikinn pening. Hann gæti endað á því að tapa tuttugu milljónum dala á þessu tímabili eða 2,6 milljörðum íslenskra króna. Miðað við fréttir af peningavandræðum Simmons þá er kannski von um að menn fái að sjá hann mæta aftur í vinnuna og kannski fara að spila á ný með Sixers liðinu. Ben Simmons er frábær leikmaður, öflugur leikstjórnandi og frábær varnarmaður. Hann er aftur á móti mjög lélegur skotmaður og þoldi greinilega ekki pressuna að spila á stóra sviðinu í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira