Það er dýrt að vera fátækur Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:00 Þú þarft að kaupa notuð heimilistæki eins og þvottavél því þú getur ekki lagt út fyrir nýrri vél sem virkar. Þú veist aldrei hvernig ástandið er á notuðu vélinni en vonar að hún gefi ekki upp öndina. Í fátækt er ekki hægt að fyrirbyggja vandamál með því að fara reglulega til tannlæknis. Lyf eða matur, hvort verður fyrir valinu? Sálfræðitímar eru fjarlægur lúxus, þannig þú heldur öllu inni sem þyrfti að komast út. Það er hægt að komast upp með það að greiða suma reikninga mánuði eftir á en því fylgir gjald. Ef reikningur er enn ógreiddur eftir 30 daga, þá verður vandamálið stærra. Löginnheimtubréf kemur til þín eftir því sem tímanum líður. Fátæku fólki er refsað fyrir að eiga ekki pening. Því hærri sem skuldin er, því meira þarf að greiða fyrir hana. Því það er samfélagslega viðurkennt að það megi hagnast á fátæku fólki. Innheimtufyrirtæki hagnast á skuldum leigjenda. Þau hagnast á neyð annarra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að við félagsvæðum húsnæðiskerfið annars halda fjármagnseigendur áfram að hagnast á uppbyggingu húsnæðis. Þar má nefna olíufélög sem fá byggingarrétt afhentan fyrir að fjarlægja bensínstöðvar af borgarlandinu. Allt í nafni grænna hvata. Það er dýrt að vera fátækur en arðbært að hagnast á fátæku fólki og öðru fólki sem er í þörf fyrir húsnæði og helstu nauðsynjar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þú þarft að kaupa notuð heimilistæki eins og þvottavél því þú getur ekki lagt út fyrir nýrri vél sem virkar. Þú veist aldrei hvernig ástandið er á notuðu vélinni en vonar að hún gefi ekki upp öndina. Í fátækt er ekki hægt að fyrirbyggja vandamál með því að fara reglulega til tannlæknis. Lyf eða matur, hvort verður fyrir valinu? Sálfræðitímar eru fjarlægur lúxus, þannig þú heldur öllu inni sem þyrfti að komast út. Það er hægt að komast upp með það að greiða suma reikninga mánuði eftir á en því fylgir gjald. Ef reikningur er enn ógreiddur eftir 30 daga, þá verður vandamálið stærra. Löginnheimtubréf kemur til þín eftir því sem tímanum líður. Fátæku fólki er refsað fyrir að eiga ekki pening. Því hærri sem skuldin er, því meira þarf að greiða fyrir hana. Því það er samfélagslega viðurkennt að það megi hagnast á fátæku fólki. Innheimtufyrirtæki hagnast á skuldum leigjenda. Þau hagnast á neyð annarra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að við félagsvæðum húsnæðiskerfið annars halda fjármagnseigendur áfram að hagnast á uppbyggingu húsnæðis. Þar má nefna olíufélög sem fá byggingarrétt afhentan fyrir að fjarlægja bensínstöðvar af borgarlandinu. Allt í nafni grænna hvata. Það er dýrt að vera fátækur en arðbært að hagnast á fátæku fólki og öðru fólki sem er í þörf fyrir húsnæði og helstu nauðsynjar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar