Segir traustið til Ísteka brostið Telma Tómasson skrifar 26. nóvember 2021 17:09 Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands, Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna fóru yfir málin í Pallborðinu í dag. Vísir/Ragnar Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli. Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli.
Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira