Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2021 09:03 Maðurinn var handtekinn í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Forsögu málsins má rekja til þess að umræddur maður var stöðvaður við akstur í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Ný umferðarlög samþykkt skömmu eftir dóminn Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður, það er að samkvæmt nýju lögunum gæti mæling á ávana- og fíkniefnum í þvagi ökumans gæti ekki ein og sér verið grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn.Vísir/Vilhelm Vísaði maðurinn til þess að í játningu hans í dómsmálinu fyrir héraðsdómi hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, heldur að hún hafi aðeins tekið til þess að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn þágildandi umferðarlögum. Í dómi Landsréttar segir að það liggi fyrir að sú háttsemi sem maðurinn var sakfelldur fyrir sé nú refsilaus. Taldi Landsréttur því rétt að fella niður refsingu mannnsins. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi. Þá var þrjátíu daga fangelsisrefsing mannsins einnig felld niður. Þó þarf hann að greiða tuttugu þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið án tilskilinna ökuréttinda. Vestmannaeyjar Dómsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Forsögu málsins má rekja til þess að umræddur maður var stöðvaður við akstur í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Ný umferðarlög samþykkt skömmu eftir dóminn Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður, það er að samkvæmt nýju lögunum gæti mæling á ávana- og fíkniefnum í þvagi ökumans gæti ekki ein og sér verið grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn.Vísir/Vilhelm Vísaði maðurinn til þess að í játningu hans í dómsmálinu fyrir héraðsdómi hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, heldur að hún hafi aðeins tekið til þess að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn þágildandi umferðarlögum. Í dómi Landsréttar segir að það liggi fyrir að sú háttsemi sem maðurinn var sakfelldur fyrir sé nú refsilaus. Taldi Landsréttur því rétt að fella niður refsingu mannnsins. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi. Þá var þrjátíu daga fangelsisrefsing mannsins einnig felld niður. Þó þarf hann að greiða tuttugu þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið án tilskilinna ökuréttinda.
Vestmannaeyjar Dómsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira