Sæþór vann Baksturskeppnina miklu í Danmörku Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 20:55 Sæþór er að vonum hæstánægður með sigurinn. Instagram/Kristsson Sæþór Kristínsson, 29 ára gamall Íslendingur, stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar Den Store Bagedyst í kvöld. Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla. Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla.
Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira