Það var stórleikur á Lerkendal leikvangnum í Þrándheimi þar sem Rosenborg fékk Bodo/Glimt í heimsókn en Bodo/Glimt er í góðri stöðu á toppi deildarinnar á meðan stórveldið Rosenborg situr í 4.sæti.
Ekkert mark var skorað í leiknum.
Alfons Sampsted lék allan leikinn í vörn Bodo/Glimt og það sama má segja um Hólmar Örn Eyjólfsson í vörn Rosenborg.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking sem vann 2-3 sigur á Kristiansund en Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn af varamannabekknum hjá Kristiansund á 85.mínútu.
Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn þegar Sandefjord vann 1-2 sigur á Haugasund.