Þetta segir Böðvar Sveinsson, nátturuvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
„Það er í raun status quo. Allt við það sama, nema að íshellan hefur nú lækkað 4,2 metra síðan á miðvikudag. Hún hefur lækkað hægt og rólega.“
Lækkun íshellunnar er vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum en engar markverðar breytingar hafa hins vegar mælst í Gígjukvísl – hvort sem litið er til vatnshæðar, rafleiðni eða gass.
Böðvar segir að það geti tekið viku eða jafnvel lengri tíma fyrir hlaupvatnið að ná jökuljaðrinum frá því að merki berast um lækkun íshellunnar.