Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:00 Petr Baumruk í sjónvarpsviðtali eftir að hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2000. Skjámynd/S2 Sport Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka
Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira