Sagðist vita hvernig Chelsea vildi spila og ákvað því að setja Ronaldo á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 17:31 Michael Carrick ræðir við Cristiano Ronaldo áður en Portúgalinn kom inn á gegn Chelsea. Clive Rose/Getty Images Það vakti mikla athygli er leikur Chelsea og Manchester United hófst að Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur á vellinum sjálfum. Portúgalska stjarnan hóf leik meðal varamanna og kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47
Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01
United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31
Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01