Fardagar sóknargjalda Vésteinn Valgarðsson skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun