Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í New York í dag. AP/Elizabeth Williams Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10