Áætla að áfengis- og tóbaksgjöld verði hærri en fjármagnstekjuskattur í ár Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 14:12 Meira hefur selst af áfengi innanlands. Vísir/Vilhelm Tekjur af áfengisgjaldi hafa aukist mikið milli ára og skýrist meðal annars af aukinni einkaneyslu og samdrætti í ferðalögum Íslendinga erlendis. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður fái hærri tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi í ár en af fjármagnstekjuskatti. Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira