„Mjög gott fyrir hjartað að vakna og sjá sól úti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 12:00 Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum. Hekla Mist Valgeirsdóttir er þriðja frá hægri í aftari röð. stefán þór friðriksson Hekla Mist Valgeirsdóttir hlakkar til að hefja keppni á EM í hópfimleikum. Hún er hluti af kvennaliði Íslands sem ætlar sér stóra hluti. „Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira