Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16.
Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27.
Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks.
Die Punkte bleiben in Lemgo!
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021
4. Sieg um 5. Gruppenspiel!
Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs
Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli.
Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan.
Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum.
Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði.
Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.