Innlent

Vísuðu óvelkomnum manni út af heimili í höfuðborginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einn ökumaður var stöðvaður í umferðinni sem lögregla mat óökuhæfan sökum veikinda.
Einn ökumaður var stöðvaður í umferðinni sem lögregla mat óökuhæfan sökum veikinda. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi til að vísa óvelkomnum manni út af heimili í póstnúmerinu 104 og nokkru síðar var maður handtekinn í sama hverfi vegna líkamsárásar.

Þá var tilkynnt um tvö umferðarslys um kvöldmatarleytið; í öðru þeirra var ekið á mann á hlaupahjóli en í hinu tilvikinu var um að ræða konu sem hafði fallið í götuna. Blæddi úr konunni og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Upp úr miðnætti var tilkynnt um nytjastuld í Múlahverfinu og var sá sem er grunaður um þjófnaðinn handtekinn skömmu síðar.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni, tveir vegna gruns um ölvunarakstur en einn sem lögregla mat óhæfan til aksturs sökum veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×